Þessi samsetning á brauð er búin að vera mjög vinsæl á tiktok undanfarið. Ég prufaði auðvitað að gera fituminni og próteinríkari útgáfu. Tilvalinn hádegismatur því þú ert enga stund að útbúa þetta.
Innihald:
-1 brauðsneið
-50 gr kotasæla
-14 gr avocado
-1 egg
-salt og pipar eða beyglukrydd
-sriracha sósa eða hot sauce
Ristaðu eina brauðsneið, settu kotasæluna beint á brauðið eða kremdu hana aðeins á disk áður og settu svo á brauðið. Skerðu þunnar sneiðar af avocado á brauðið. Raspaðu eitt egg með rifjárni ofan á brauðið. Kryddaðu með salti og pipar eftir smekk en það er einnig gott að setja beyglukrydd. Settu svo smá sriracha sósu yfir brauðið.
Ótrúlega furðuleg samsetning en alveg hrikalega góð. Það er líka mjög sniðugt að fá sér tvær svona brauðsneiðar í hádeginu og nota eitt egg fyrir báðar brauðsneiðarnar.
Næring í einu brauði: Kolvetni: 18,2 gr Prótein: 16,1 gr Fita: 10,4 gr Trefjar: 2 gr
Næring í tveimur brauðsneiðum með einu eggi, 100 gr kotasæla, 24 gr avocado: Kolvetni: 35,8 gr Prótein: 26,1 gr Fita: 15,5 gr Trefjar: 3,6 gr Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó brauðið til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Commentaires