top of page

Tikka masala

Tikka masala er réttur sem slær alltaf í gegn á mínu heimili. Hér er ég að nota sósuna úr tilbúnu bréfi frá Toro, en einunigs þarf að bæta við vatni og rjóma eða mjólk til að útbúa sósuna.


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lindsay heildsölu.


Innihald:

1 bréf Tikka masala kyllinggryte frá Toro

3 - 4 kjúklingabringur (ég var með 800 g)

1 msk olía

rjómi eða mjólk 200 ml í sósuna

hrísgrjón

salat


Jógúrtsósa:

150 g grísk jógúrt

safi úr hálfri sítrónu

1 hvítlauksrif rifið

salt, pipar og kúmen um hálf tsk af hverju kryddi


Þú byrjar á því að skera kjúklinginn í bita og steikja hann á pönnu ásamt því sem hrísgrjónin eru hituð. Á pakkanum segir 500 g kjúklingur en ég var með mun meira magn og sósan dugði vel fyrir meira magn. Á meðan kjúklingurinn er að steikjast er tilvalið að útbúa jógúrsósuna. Öllum innihaldsefnunum er blandað saman í skál.

Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn af pönnunni og sósan útbúin á sömu pönnu. Innihaldi pakkans hellt út á pönnuna ásamt vatni og mjólk eða rjóma, magnið er tiltekið á pakkanum. Það er hægt að nota hvaða mjólk sem er eða rjóma. Mér finnst best að nota það sem er til hverju sinni.

Þetta hitað á pönnunni í 3-5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað, þá er kjúklingnum blandað saman við sósuna og rétturinn borinn fram.


Með þessu er tilvalið að hafa hrísgrjón, salat og jógúrtsósuna.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page