Þið hafið eflaust prófað Smashburger taco uppskriftina á heimasíðunni minni eða Smashburger salat uppskriftina, en þetta er önnur úrfærsla á þeirri uppskrift því smashburger taco sósan er svo góð. Þessi réttur er sniðugur sem kvöldmatur, forréttur eða tilvalinn réttur í saumaklúbbinn eða afmælisboð.
Ég er að notast við kalkúnahakk til tilbreytingar en það er einnig hægt að nota nautahakk ef þú vilt eða sleppa kjötinu.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald:
2 sætar kartöflur
600 g kalkúnahakk
taco krydd á hakkið
jöklasalat (iceberg)
rauðlaukur
súrar gúrkur niðurskornar
rifinn cheddar ostur
Sósan einföld uppskrift
1 dós sýrður rjómi 180 g
2 msk sætt sinnep (gult) 30 g
2 msk tómatsósa 30 g
súrar gúrkur fínt niðurskornar 50 g
salt, pipar, hvítlauksduft eftir smekk um 1 tsk af hverju
Kartöflurnar þvegnar eða hýðið flysjað af þeim og þær skornar í þunna bita. Þeim raðað á ofnplötu og örlítil olía sett yfir, kryddað með salti og pipar. Kartöflurnar eru svo settar inn í 200 gráðu heitan ofn í um 15 - 20 mínútur.
Á meðan er sósan búin til og hakkið steikt. Öllum innihaldsefnunum í sósuna er blandað saman í skál ásamt fínt niðurskornum súrum gúrkum. Ég gerði tvöfalda uppskrift af sósunni, hún er svo góð og fínt að eiga smá afgang til að setja á hamborgara. Ég kryddaði hakkið með taco kryddi.
Þegar kartöflurnar hafa bakast í um 15 - 20 mínútur er hakkinu raðað ofan á ásamt rauðlauknum og súru gúrkunum. Cheddar osturinn er svo settur efst og þetta hitað í ofni þar til osturinn hefur bráðnað 10 - 15 mínútur.
Þegar rétturinn er tilbúinn er hann borinn strax fram, sniðugt að setja fínt niðurskorið kál ofan á og setja smá sósu ofaná. Einnig gott að hafa auka sósu í skál við hliðina á til að hægt sé að bæta meiri sósu á.
Næring í sósunni 100 g
Kolvetni: 6,2 g
Prótein: 2,9 g
Fita: 6,5 g
Trefjar: 0 g
Þú finnur skráningu fyrir sósuna í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða smashburgertaco sósa.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comentarios