top of page

Ostabakki fyrir Halloween

Halloween er framundan í lok Ostóber og því tilvalið að skella í hræðilegan ostabakka með öllum þínum uppáhalds ostum.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Það má leika sér með innihaldið en í þennan ostabakka notaði ég eftirfarandi vörur: 

Höfðingja

Camenbert 

Dala hring

Mozzarellakúlur

Rjómaost hreinan

Rjómaost með grillaðri papriku og chilli

Hávarður kryddaður

Marmari

Nokkrar tegundir af kexi


Hugmyndir af skrauti:

Vínber, brómber, saltstangir, augu til skrauts (bökunardeild í matvörubúðum), ferskar döðlur, súkkulaði brætt, kiwi, sulta, ólífur, litlir tómatar, steinselja eða eitthvað annað grænt.


Toppurinn/efsta lagið af skorið af Höfðingja og Camenbert. Toppurinn sem var skorinn af er skorinn í mjóar ræmur og lagt ofan á ostinn eins og múmía. Í lokin eru tvö augu sett á ostinn. Ég setti smá sultu á Camenbertinn þar sem munnur ætti að vera og skar ræmuna í oddhvassa bita fyrir tennur.


Sulta sett í miðjuna á Dala hringnum og skreytt með gervi kóngulóm.


Rjómaostinum raðað á víxl á brettið, smá sulta sett ofaná og svo augu. Saltstöngum stungið í rétt fyrir ofan augun sem horn.


Steinninn tekinn úr döðlunum og þær teknar í tvennt. Hálf daðla sett á kex, súkkulaði brætt, sett í nestispoka og pínulítið gat klippt á endann. Lappir sprautaðar á kexið líkt og fætur á pöddu. Þessi samblanda er mjög góð á bragðið og enn betri með osti.


Vatninu hellt af mozzarella kúlunum, ólífur skornar niður, smá gat gert í miðjuna og endi af ólífu er settur í miðjuna á mozzarella kúlu svo þær verði eins og augasteinar. Ég setti svo smá sultu ofan á.


Berin eru skoluð, þerruð og augu límd á með bræddu súkkulaði.


Nokkrar sneiðar af Marmara og Hávarði eru skornar í kassa, ostapinnar búnir til úr þeim ostum með ólífum og litlum tómötum.


Öllu raðað á bakkann og kex sett í kring. Kiwi skorið á víxl og bakkinn skreyttur með því. Ég setti smá auka sultu í litla skál í miðju bakkans. Í lokin er alltaf fallegt að skreyta með einhverju grænu eða öðrum litum. Ég var með ferska steinselju sem ég raðaði á bakkann.






 


Comentarios


bottom of page