top of page

Mozzarella snjókarlar

Litlir sætir jóla snjókarlar sem eru einnig svo bragðgóðir


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald:

Mozzarella kúlur

litlir tómatar

fersk basilíka

gulrót í nefið

svört sesamfræ

trépinnar


Einnig er hægt að nota svartan pipar eða svart kökuskraut í augun. Eða eitthvað sem þér dettur í hug.


Tómaturinn fyrstur settur á pinnann, örlítið af botninum skorinn af honum. Nokkrar mozzarella kúlur skornar í sneiðar og ein sneið sett á trépinnann sem húfukantur. Næst fer hausinn á, svo eitt basilíkublað brotið saman sem trefill og því næst önnur mozzarella kúla. Svörtu sesamfræin sett á sem augun, munnur og hnappar á magann. Lítill biti af gulrót skorinn út sem nef. 


Þessi réttur er ótrúlega vinsæll hjá börnum og gaman að útbúa hann með þeim.

Comments


bottom of page