Jólin nálgast og hvað er betra en bjóða fjölskyldu og vinum upp á næringarríka forrétti eða meðlæti með jólamatnum, í jólaboðið eða hittinginn.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - gott í matinn.
Jólakrans innihald:
2 box mozzarella kúlur
2 box litlir tómatar
klettasalat
fersk basilíka
ólífuolía
balsamic gljái
Byrjaðu á því að raða klettasalatinu í hring á kringlóttan disk eða stærri flöt. Magnið fer algjörlega eftir stærð. Ég var með bæði venjulegar mozzarella kúlur og einnig mozzarella kúlur með basilíku sem ég raðaði á hringinn. Hellti svo olíu og balsamik gljáanum yfir.
Innihald í jólastaf:
2 - 3 mozzarella kúlur
2 - 3 tómatar
salt og pipar
ólífuolía
balsamic gljái
Magnið fer svolítið eftir hversu stóran staf þú vilt búa til. Ég notaði um tvo og hálfan ost í minn staf og þrjá tómata. Osturinn og tómararnir skornir í sneiðar og raðað á víxl, olíu og balsamic gljáanum hellt yfir og svo kryddað með salti og pipar.
Það er gott að bera þetta fram með ristuðu snittubrauði.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó jólastafinn til og hér til að sjá hvernig ég bjó jólakransinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments