Superbowl er stærsta matarhátíðin í Bandaríkjunum á eftir þakkargjörðarhátíðinni og verður sífellt vinsælla hér á íslandi að fólk sé að hittast og horfa saman á leikinn.
Hér er ofur einföld uppskrift af maísdippi sem hægt er að græja tímanlega og hita svo í ofninum þegar gestir koma.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allt í þennan rétt.

Innihald:
450 g frosinn maís
1 dós rjómaostur með svörtum pipar
1 dós sýrður rjómi 10%
rifinn mozzarella
rifinn cheddar ostur
safi úr hálfri límónu
vorlaukur (má sleppa)
green jalapeno frá santa maria
nachos snakk
spicy chili lime krydd frá Stonewall kitchen
hvítlaukskrydd
paprikukrydd
kóríander (má sleppa)
Öllum innihaldsefnunum blandað saman í skál, sett í eldfast mót og hitað í um 20 mínútur við 200 gráður eða þangað til osturinn er bráðinn. Borið fram með nachos snakki.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Commenti