top of page

Lasagne kaka

Lasagne er klassískur réttur sem allir elska. Mér finnst skemmtilegt að poppa þennan rétt upp með því að nota pasta í staðinn fyrir lasagne plötur og skemmtilegt að nota pasta eins og rigatone pastað frá Filotea sem er öðruvísi í laginu en það sem ég er vön að nota.


Með því að bæta kotasælu við þennan rétt er hann mun próteinríkari en með hvítu sósunni sem sumir nota á milli, mæli með því að þú prófir.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allt í þennan rétt.


500 g nautahakk

500 g rigatoni pasta frá Filotea

280 g Sicilian Ragout frá Filotea

280 g Basil Sauce frá Filotea

500 g kotasæla

100 - 150 g rifinn ostur

100 g laukur (einn laukur)

2-3 hvítlauksrif

1 matskeið olía

1 tsk kjötkraftur

salt, pipar, hvítlaukskrydd, chilli krydd, oregano, timían um 1 tsk af hverju kryddi.


Byrjið á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steikja upp úr olíunni, bætið hakkinu á pönnuna og steikið það og kryddið. Þegar hakkið er gegnumsteikt er pastasósunni bætt útá. Bætið kjötkraftinum út á pönnuna ásamt kotasælunni. Pastað soðið eftir leiðbeiningum í um 12 mínútur. Þegar pastað er soðið er því raðað uppréttu í hringlaga form með bökunarpappír undir. Kjötsósunni er svo hellt yfir pastað, við það fer sósan bæði ofan í pastað og ofan á það. Osturinn settur yfir og svo er þetta hitað við 180 gráður í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page