top of page

Jólakúla

Einföld og fljótleg jólakúla sem passar mjög vel í jólaboðið.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota.

Innihald:

Granateplafræ úr einu epli 200 g rjómaostur með karmellíseruðum lauk

125 g hreinn rjómaostur 100 g rifinn parmesan ostur salt og pipar ca. 1 tsk

smátt skorinn graslaukur 1/2 dl

rolo biti eða annað til að nota á toppinn

ferskt rósmarín í skraut

Það er gott að taka ostana út úr ísskáp örlítið áður en þú byrjar að útbúa réttinn svo þeir séu mjúkir. Öllum innihaldsefnunum blandað saman, sett á plastfilmu og kúlan mynduð með höndunum. Gott að setja kúluna í litla skál og hún svo kæld í frysti í um 30 mínútur eða í ísskáp. Á meðan eru granateplafræin tekin úr eplinu og sett á disk. Þegar kúlan hefur harðnað örlítið í frystinum er henni rúllað upp úr granateplafræjunum, skreytt með rolo bita, slaufu og fersku rósmarín. Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.

Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page