top of page

Jarðaberjaklattar með grískri jógúrt

Þessir jarðaberjaklattar eru einstaklega góðir á bragðið og skemmtilegt að búa þá til með krökkunum.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald:  

1,5 bolli grísk jógúrt 300 g

1 bolli jarðaber 

1 - 2 msk hunang

100 g súkkulaði 


Jarðaberin eru skorin í smáa bita og þeim svo blandað saman við grísku jógúrtina og hunangið. Klattarnir settir á bökunarpappír og í inn í frysti í smá stund á meðan súkkulaðið er brætt. Súkkulaðinu dreift yfir og þetta fryst aftur í 2 - 3 klst. Ég fékk 9 klatta úr uppskriftinni en það er hægt að hafa þá minni og fá fleiri eða tvöfalda uppskriftina.


Það er einnig hægt að frysta klattana í 2 - 3 klst og setja súkkulaðið á þegar þeir eru frosnir. Þá er hægt að dýfa klöttunum í súkkulaðið og setja jafnvel undir og yfir.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page