Til að vera alveg hreinskilin þá er afgangur af fiski ekki neitt sérlega heillandi. En til að nýta afganga af mánudags fisknum er alveg tilvalið að setja fiskinn í vefju og grilla í hádeginu daginn eftir. Mjög fljótlegt og einfalt.
Innihald:
Ein vefja
120 gr soðin ýsa
40 gr salsa sósa
25 gr rifinn ostur
Salat á diskinn, paprika, tómatur og brokkolí.
Salsasósan sett á helming vefjunnar, fiskurinn og osturinn þar ofaná. Grillað í samlokugrilli, mjög gott að vera með ferskt salat með þessari vefju.
Næring í þessum rétti: Kolvetni: 28,4 gr Prótein: 37,3 gr Fita: 9,1 gr Trefjar: 4,5 gr
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þennan rétt með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Kommentarer