top of page

Eggjanúðlur í hnetusmjörssósu

Einfaldur og fljótlegur núðluréttur sem slær alltaf í gegn.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með.


Innihald:

4 Kjúklingabringur 850 g

400 g spergilkál

300 g eggjanúðlur (hráar)

sósan:

4 msk hnetusmjör 60 g

2 msk soya sósa

4 msk ostru sósa 60 g

2 msk sriracha hot sósa

2 hvítlauksrif

6 msk hrísgrjóna edik 100 g

2 msk sesamolía

200 ml vatn eða meira


Þú byrjar á því að skera kjúklinginn í bita og steikir hann síðan þar til hann er fulleldaður og setur hann svo til hliðar. Skerð spergilkálið í hæfilega bita og steiktu það svo á pönnunni. Settu smá vatn á pönnuna til að mýkja kálið. Spergilkálið er svo sett til hliðar. Sósan er svo búin til á pönnunni og látin malla í nokkrar mínútur. Á meðan eru eggjanúðlurnar soðnar. Núðlurnar eru svo settar út í sósuna á pönnunni ásamt kjúklingnum og spergilkálinu. Mjög gott að setja smá muldar kasjúhnetur yfir í lokin eða á hvern disk.


Næring í 100 g

Kolvetni: 13,2 g

Prótein: 11,4 g

Fita: 3,4 g

Trefjar: 0,8 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Eggjanúðlur í hnetusmjörssósu. Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page