top of page

Döðlubitar

Þessa orkuríku döðlubita er einfalt að útbúa og gott að eiga til í frystinum.

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald:

20 ferskar döðlur / 250 g

170 g kókos Ísey skyr / lítil dós

25 g hnetusmjör / næstum 2 msk

Súkkulaði:

10 g kókosolía / 2 tsk

10 g kakó / 2 tsk

10 g hunang eða önnur sæta / 2 tsk

Þú byrjar á því að opna döðlurnar og taka steininn úr, það er mjög mikilvægt að nota ferskar döðlur í þessa uppskrift því þú kemur innihaldinu ekki inn í þurrkaðar döðlur. Blandaðu saman skyrinu og hnetusmjörinu og fylltu svo hverja döðlu með blöndunni. Gott að setja döðlurnar örlítið inn í fyrsti á meðan súkkulaðið er útbúið. Þvínæst er smá súkkulaði sett ofaná hverja döðlu og skreytt með kókosmjöli.


Næring í einni döðlu Kolvetni: 10,8 g Prótein: 1,7 g Fita: 2 g Trefjar: 1,4 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó döðlubitana til.

Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page