Okei ég ætla ekkert að spara stóru orðin, ég er nokkuð viss um að við erum hér með arftaka hrökkbrauðspizzunnar. Djúsí botn sem svíkur engan pizzuáhugamann og það besta er hvað það er einfalt að gera botninn.
Ég bjó til 4 litlar pizzur úr uppskriftinni en það er líka hægt að gera eina stóra. Það væri því tilvalið að tvöfalda uppskriftina til að fá tvær stórar pizzur í kvöldmat fyir 4.
Innihald í einn botn eða 4 litlar:
-1 bolli hveiti / 140gr
-1 bolli hreint skyr / 230gr
-1 tsk lyftiduft / 5gr
Allt sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Fletja út og setja á bökunarpappír.
Það er gott að stinga nokkur göt með gaffli í hverja pizzu fyrir bökun svo þær blási ekki mikið út eins og pítubrauðin.
Okkur familíunni finnst betra að baka botnana fyrst í 15-18 mín við 180 gráður og setja svo áleggið á og baka aftur í um 8-10 mín á sama hita. En það er líka í góðu lagi að setja áleggið beint á og baka þá í 18-20 mín. Endarnir verða aðeins meira krispí ef botninn er bakaður á undan, eða eins og krakkarnir mínir orðuðu þetta: "það er meira eins og Flatey pizza".
Næring í 100gr (bara botninn)
Kolvetni: 37,8 gr
Prótein: 14,1 gr
Fita: 0,6 gr
Trefjar: 1,4 gr
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó pizzuna til.
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða próteinpizza. (Skráningin á við um tilbúna pizzubotna).
(Pizzan á myndinni var gerð úr 70gr botni, með pizzasósu, osti og pepperoni og voru macrosin eftirfarandi: Kolvetni: 28,4 fita: 10,4 prótein 19gr)
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments