top of page

Carbonara

Carbonara er klassískur ítalskur réttur sem er bæði góður og fljótlegur.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allar vörurnar sem ég nota.

Innihald: 250 g beikon 2-3 hvítlauksrif

430 g spaghettí ósoðið 100 g parmesan ostur 2 egg

140 g eggjahvíta 50 ml vatn af spaghettíinu

1 msk olía til steikingar Beikonið er steikt vel á pönnu, á sama tíma er spaghettíið soðið samkvæmt leiðbeiningum. Eggjunum, eggjahvítu og parmesan ostinum blandað saman í skál. Hvítlauksrifin eru pressuð og steikt á pönnunni með beikoninu og hitinn lækkaður. Piprað smá eftir smekk, ég salta yfirleitt ekki réttinn þar sem beikonið er yfirleitt svo salt, set frekar smá salt yfir hvern disk þegar rétturinn er kominn á diskinn.

Þegar spaghettíið er tilbúið er vatninu hellt af því, mundu að geyma um 100 ml, ég nota um 50 ml en gott að eiga smá auka ef á þarf að halda. Spaghettíinu er hellt út á pönnuna ásamt eggja blöndunni og slökkt undir hellunni. Blandið vel saman og berið strax fram. Gott að hafa hvítlauksbrauð með réttinum og að setja ferska basilíku á hvern disk.

Næring í 100 g Kolvetni: 17,2 g Prótein: 8,4 g Fita: 6,4 g Trefjar: 0.7 g Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Carbonara.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page