Það er ekkert sem er jafn haustlegt og gott lasagne, klassískur réttur sem allir elska. Þetta er aðeins öðruvísi uppskrift, skemmtileg tilbreyting að nota cannelloni pasta í þennan rétt.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota.
Innihald:
1 msk olía
150 g laukur (einn laukur)
2-3 hvítlauksrif
500 g nautahakk
800 g niðursoðnir tómatar (2 dósir)
400 g kotasæla
300 g cannelloni frá Filotea
180 g mozzarella litlar ostakúlur með basilíku
250 g litlir tómatar
150 g rifinn ostur
1 kjötkrafts teningur leystur upp í 100 ml af heitu vatni
Salt, pipar, oregano, timían um 1 tsk af hverju kryddi.
Ferskt oregano ef þú vilt á milli laga
Byrjið á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steikja upp úr olíunni, bætið hakkinu á pönnuna, steikið það og kryddið. Þegar hakkið er gegnumsteikt er pastasósunni bætt út á pönnuna ásamt kotasælunni og kjötkraftinum í vatninu.
Mozzarella osturinn og tómatarnir skornir niður og svo raðað á víxl inn í cannelloni pastað. Helmingurinn af kjötblöndunni settur í botninn á eldföstu móti og svo pastanu raðað þar ofan á, (gott að setja smá niðurskorna ferska basilíku en það má líka sleppa því). Hinum helmingnum af kjötinu svo hellt yfir pastað og að lokum er osturinn settur ofan á.
Rétturinn er hitaður við 200 gráður í 40 mínútur.
Næring í 100 g
Kolvetni: 10,6 g
Prótein: 11 g
Fita: 5,9 g
Trefjar: 0,5 g
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments