top of page

Banana kröns

Ótrúlega skemmtileg tilbreyting við hafragrautinn, þessi réttur hentar vel í morgunmat eða jafnvel sem eftirréttur.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald:

1 banani

1 tsk kanill

2 msk akasíuhunang

1 dl haframjöl 35g

150 g grísk jógúrt

nokkur hindber í skraut


Þú byrjar á því að skera banana í bita og steikir bitana á pönnu. Mér finnst betra ef bananinn er orðinn smá þroskaður. Kanillinn settur yfir bananana ásamt hunanginu og þetta hitað á pönnunni í 2-3 mínútur áður en haframjölið er svo sett yfir bananabitana. Þessu er hrært saman á pönnunni og hitað áfram í um 5 mínútur.


Bitarnir eru svo teknir af hitanum og kældir örlítið. Gríska jógúrtin sett í skál og bitunum raðað þar ofan á. Ég notaði frosin hindber sem skraut ofan á, þau þiðna á skammri stund. En þegar þau eru frosin er hægt að mylja þau niður í litla bita og setja yfir skálina til að fá smá lit.

Fullkomin næring að morgni en líka gott í eftirrétt, einnig gott að setja smá auka hunang ofan á skálina.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page