top of page

Bakaður hafragrautur

Þennan graut tekur enga stund að búa til og hann er ótrúlega góður. Það er hægt að leika sér með bökunartímann og baka hann aðeins lengur til að búa til hafragrauts köku sem hægt er að taka með sér í nesti.

Grautur fyrir einn: - 35 gr haframjöl - 40 gr banani

- 1 tsk kanill

- 50 gr eggjajhvíta

- 25 gr vanillu próteinduft - 10 gr suðusúkkulaði - Matarsódi og salt á hnífsoddi Stappið bananann og blandið öllum innihaldsefnunum saman í skál. Saxið súkkulaðið í smáa bita og setjið ofan á grautinn. Setjið í lítið ílát eða skál og bakið í 10 mín við 180 gráður. Eftir þennan tíma ætti grauturinn að vera bakaður í gegn í köntunum en aðein blautur í miðjunni. Ég á yfirleitt alltaf til eggjahvítur í brúsa sem ég nota einmitt í þennan graut, en það er líka í góðu lagi að nota eitt egg, þá hækkar fituinnihaldið örlítið.

Næring í grautnum: Kolvetni: 40 gr Prótein: 29,5 gr Fita: 8,1 gr Trefjar: 6,2 gr Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page