top of page

NÆRINGARÞJÁLFUN

Næringarþjálfunin hjá mér snýst í stuttu máli um það að ég reikna fyrir þig macrosin þín/orkuefnin þín, það er hlutfall af próteinum, kolvetnum og fitu sem þú borðar yfir daginn. Þetta er allt reiknað út frá þínum markmiðum.

 

Að telja macros krefst þess að þú vigtir matinn sem þú borðar og skráir hann inn í app líkt og myfitnesspal. 

 

Ég segi þér ekki hvað þú átt að borða og ég er ekki með matseðla enda er það mín skoðun að fólk endist ekki lengur en 3-4 vikur á fyrirfram ákveðnum matseðli frá öðrum. Það er mitt markmið að þú getir með þjálfuninni lagt grunn að heilbrigðu líferni sem nýtist þér út lífið eftir að þjálfuninni lýkur. 

 

Þú borðar það sem þér finnst gott að borða og ég gef þér hugmyndir um hvernig hægt er að bæta næringuna þína. Ég er dugleg að deila næringarríkum uppskriftum hér á heimasíðunni minni sem er sniðugt að styðjast við til að fá hugmyndir. Einnig sýni ég mikið frá minni næringu yfir daginn á instagram-inu hjá mér “helgamagga” sem getur nýst vel þeim sem eru að telja macros eða fyrir alla þá sem vilja fá hugmyndir af næringarríkri fæðu.

IMG_8616.JPG

 

Á heimasíðunni minni er ég með lokað svæði fyrir þá sem eru hjá mér í þjálfun, þar er ég með ýmsar leiðbeiningar og ráð ásamt fjöldanum öllum af kennslumyndböndum svo þú getir lært sem best á myfitnesspal appið.

 

Þú skilar til mín vikulega yfirliti yfir vikuna þína og færð endurgjöf og hvatningu. Þú getur alltaf sent mér skilaboð á meðan á þjálfuninni stendur og ég svara eins fljótt og hægt er. Ég legg mikið upp úr því að hafa þjálfunina persónulega og þú getur verið viss um að týnast ekki í fjöldanum hjá mér. 

Næringarþjálfunin hjá mér er 8 vikna tímabil og ég myndi segja að á þessum 8 vikum getir þú náð góðum tökum á því að telja macros og í leiðinni fræðst mikið um næringuna sem þú ert að innbyrða. Það er margt sem kemur manni á óvart þegar maður fer að skrá allt inn sem maður borðar og skoða það vel. Að þessum 8 vikum loknum velja sumir að halda áfram í þjálfun eða halda áfram sjálfir.

Endilega sendu mér skilaboð ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þjálfunina eða skrá þig. 

Kær kveðja, Helga Magga

VERÐ

Þjálfunin kostar 33.500kr fyrir 8 vikur. 

Eftir þessar 8 vikur getur þú annað hvort haldið áfram sjálf/ur eða haldið áfram hjá mér. 

Gjald fyrir framhald er 26.000kr fyrir 8 vikur.

Verðin á vefnum eru heildarverð með virðisaukaskatti, endilega láttu mig vita ef þú vilt fá senda kvittun. Mörg fyrirtæki og stofnanir veita starfsmönnum sínum styrki vegna heilsueflingar.  

Ummæli

- Ingibjörg -

Það sem ég er ofboðslega fegin að hafa byrjað þessa vegferð. Ákvörðunin að betra lífi er svo borðleggjandi en samt svo erfið. Ég var búin að hugsa þetta lengi áður en ég tók af skarið og þorði að senda þér fyrsta póstinn því mér fannst það of stórt skref og var hrædd við framhaldið.

Þegar maður er fastur í vítahring of mikillar vinnu og álags, of lítils svefns og matarræðis sem er ekki í jafnvægi þá er maður endalaust úrvinda, andlega og líkamlega þreyttur og finnst svona ákvarðanir sem eru ekkert nema 150% lógík vera alveg óyfirstíganlega erfiðar. En hamingjan góða hvað ég er fegin að hafa áttað mig á hlutunum og tekið stjórnina á mínu eigin lífi, þvílík aukin lífshamingja og bætt lífsgæði sem því fylgja.

Eilífðar rokkari hefði sennilega verið hægt að kalla mig, en þegar ég hafði fylgt ráðleggingum Helgu Möggu þá hefur mér tekist talsvert mikið betur en áður að skipta um takt – og það án mikilla átaka. Mér þótti þetta reyndar óttalegt vesen fyrst, en komst svo upp á lagið með þetta – bara eins og hún hafði sagt. 

Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá virtist Helga Magga alltaf vita hversu mikið hún „mátti“ ýta við mér, án þess að ég missti trú á að ég gæti raunverulega gert þetta og var í lok dags bara býsna ánægð með mig! 

Það góða við macros er að það má allt og ég þarf ekki lengur að reyna að sofna við eigið garnagaul. Ég fer samt alveg stundum út af sporinu, en svo poppar Helga Magga upp í hausinn á mér og það rifjast upp það sem hún sagði á einhverjum tímapunkti, að við eigum það skilið að líða vel bæði andlega og líkamlega.

- Katrín Brynja Hermannsdóttir -

Takk svooo mikið, er svo ánægð að hafa skráð mig hjá þér, líður 1000x betur en áður en ég byrjaði hjá þér.

- Helga Arnardóttir -

 

Skráði mig í þjálfun hjá Helgu Möggu 5 mánuðum eftir fæðingu. Ég var búin að sannfæra mig um að byrja bara á nýju ári en ákvað að senda á hana póst um miðjan nóvember og vá hvað ég er sátt með þá ákvörðun, desember var áskorun en maður áttaði sig þá enn betur á því hvað rétt næring skiptir öllu máli. Þrátt fyrir svefnleysi þá varð ég miklu orkumeiri, leið mun betur líkamlega plús það hvað ég náði miklu meiri árangri en ég bjóst nokkurn tímann við. Helga er þvílíkur fagmaður og ofurpeppari , góður stuðningur og hjálpaði manni aftur af stað ef maður átti “slæman dag” 

Mæli svoo endlaust mikið með henni!

                                    

- Björk Jónsdóttir - 

bottom of page